Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bjóða fólki að sprengja Hljómahöll um áramótin
Keflvíkingar með skotterturnar Hljómahöll og Ljósanótt. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 28. desember 2017 kl. 13:56

Bjóða fólki að sprengja Hljómahöll um áramótin

Flugeldasala knattspyrnudeildar Keflavíkur verður nú fyrir áramótin eins og síðustu ár. Flugeldasalan er til húsa í gamla K-húsinu Hringbraut 108.
 
„Það er fullt hús af góðum vörum á fínu verði,“ segir Jón Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur við Víkurfréttir. Að þessu sinni eru nýjar tertur í boði en þær heita Ljósanótt og Hljómahöll.
 
Flugeldasalan er opin fimmtudag kl. 16-20 og föstudag og laugardag kl. 10-22. Þá er opið á sunnudag, gamlársdag, kl. 10-16.
 
Stuðningsmenn Keflavíkur eru hvattir til að kíkja við og skoða úrvalið enda er flugeldasalan mikilvægur hluti af fjáröflunarstarfi deildarinnar.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024