Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjóða bjórinn á 200 kr. alla helgina
Fimmtudagur 6. ágúst 2009 kl. 11:47

Bjóða bjórinn á 200 kr. alla helgina

- verðstríð á ölstofum bæjarins?

Það er þekkt úr lágvöruverðsverslunum að verð á ákveðnum vöruflokkum er lækkað niður fyrir innkaupsverð til að draga að viðskiptavini. Nú virðist vera hafið einhvers konar stríð á skemmtistöðum í Reykjanesbæ um viðskiptavini. Þannig var hálfur lítri af bjór seldur á 100 krónur um verslunarmannahelgina á Yello í Reykjanesbæ. Samskiptavefurinn Facebook er notaður til að láta orðið berast og nú hefur Yello tilkynnt að hálfur lítri af bjór af krana verði seldur á 200 krónur alla helgina og að tilboðið byrji seint í kvöld.

Þrátt fyrir ítarlega leit á vef Áfengis- og tóbaksverslunar Ríkisins þá fannst enginn bjór í 500 ml. umbúðum undir 200 krónum. Mögulegt er að kaupa Faxe og Polar Beer á 330 ml. dósum rétt undir 200 krónum og Thor Classic á 330 ml. dós fyrir 169 krónur.

Það er því ljóst að þeir sem selja hálfan lítra af bjór ríða ekki feitum hesti frá slíkum viðskiptum en draga örugglega til sín viðskiptavini sem kaupa eitthvað dýrara einnig. Þá vonast skemmtistaðirnir einnig til að fólk hafi ekki drukkið nægju sína af áfengu öli um liðna verslunarmannahelgi og eitthvað klink sé eftir í vösunum fyrir köldum af krana.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024