Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjóða aðilum í ferðaþjónustu til morgunverðarfundar
Föstudagur 30. september 2016 kl. 06:00

Bjóða aðilum í ferðaþjónustu til morgunverðarfundar

- Kynna alþjóðlegt verkefni fyrir frumkvöðla og smærri fyrirtæki

Ráðgjafafyrirtækið Skref fyrir skref í Sandgerði fékk á dögunum styrk frá Evrópusambandinu og Rannís til að vinna með frumkvöðlum og smærri fyrirtækjum að því að hanna Húsbók sem meðal annars á að auðvelda þjálfun starfsmanna og tryggja arðsemi og gæði. Næsta laugardag, 1. október, verður haldinn morgunverðarfundur í Ráðhúsinu í Sandgerði þar sem verkefnið verður kynnt. Það nefnist „Minds into Matter“ og hefur verið til reynslu meðal nokkurra fyrirtækja hér á landi. Að sögn Hansínu B. Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Skref fyrir skref, munu innlendir og erlendir samstarfsaðilar segja frá reynslu sinni af verkefninu á fundinum. „Fundurinn er því opinn öllum þeim sem hafa áhuga á uppbyggingu í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Efni fundarins er áhugavert og það er alltaf gaman að borða morgunverð með fróðu fólki,“ segir hún.

Í umsögn með styrk ESB sagði að verkefnið væri ekki aðeins áhugavert fyrir ferðaþjónustuna heldur væri Húsbókin einföld og snjöll aðferð sem öll smærri fyrirtæki gætu nýtt í sínum rekstri. „Flest smærri fyrirtæki eiga það sameiginlegt að hafa ekki tíma eða aðstöðu til þess að setja sérstöðu sína eða þekkingu á einn stað þannig að í flestum tilfellum er hún aðeins til í haus eigenda. Með því að útbúa einfalda Húsbók með eigendum er búið að setja mikilvægar upplýsingar á einn aðgengilegan stað,“ segir Hansína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fundurinn hefst með morgunverði klukkan 8 á laugardagsmorgunn. Fundurinn er í boði Sandgerðisbæjar, Ferðamálasamtaka Reykjaness, Markaðsstofu Reykjaness og Skref fyrir skref.