Bjó sig undir tónleika í Bláa lóninu
John Taylor, bassaleikari hljómsveitarinnar Duran Duran, slakaði á í Bláa Lóninu – heilsulind í dag og fyllti sig orku fyrir tónleika kvöldsins. Hann var ánægður með heimsóknina og sagði aðstöðunina og upplifunina alla vera einstaka.
Auk þess að slaka á í lóninu fór hann í nudd og fékk sér létta hressingu á eftir. Auk Johns var saxófónleikar sveitarinnar og nokkrir fylgdarmenn með í för. Sagðist kappinn að lokum hlakka mikið til tónleikanna í kvöld.
VF-mynd/Þorgils