Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri við Faxaflóann
Miðvikudagur 7. apríl 2010 kl. 08:08

Bjartviðri við Faxaflóann


Hæg suðlæg eða breytileg átt verður við Faxaflóasvæðið í dag. Skýjað með köflum, en stöku él fram eftir morgni. Sunnan 3-8 m/s á morgun og dálítil súld eða slydda með köflum. Hlýnar og hiti 0 til 6 stig síðdegis.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg breytileg átt og léttskýjað með köflum. Sunnan 3-8 m/s á morgun og súld eða dálítil rigning með köflum. Hlýnar og hiti 2 til 6 stig síðdegis.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 m/s. Skýjað og lítilsháttar súld á Suður- og Vesturlandi, en annars léttskýjað. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en um frostmark í innsveitum NA-lands.

Á föstudag:

Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en heldur hægari og þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðlægar áttir og vætusamt, einkum V-lands, en skýjað með köflum og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Áfram hlýtt í veðri.

Á þriðjudag:

Suðvestanátt og stöku skúrir, en bjart að mestu NA-lands. Hiti breytist lítið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024