Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri og hæg vestanátt
Fimmtudagur 8. nóvember 2007 kl. 09:31

Bjartviðri og hæg vestanátt

Veðurspáin gerir ráð fyrir hæg vestlægri átt og bjartviðri við Faxaflóann í dag. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við ströndina. Dálítil rigning eða slydda fram eftir degi á morgun og hiti 0 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma fyrir norðan. Norðlægari eftir hádegi og léttir til um vestanvert landið. Hiti 2 til 6 stig, en vægt frost fyrir norðan.

Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil slydduél sunnanlands, en bjart fyrir norðan. Frost 5 til 15 stig norðan- og austanlands, en hiti 2 til 6 stig við S- og V-ströndina.

Á mánudag:
Austlæg átt og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma fyrir norðan. Hiti 2 til 6 stig, en vægt frost norðanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt og él, en léttir til á S- og V-landi. Frost um allt land.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024