Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 20. júní 2003 kl. 10:13

Bjartviðri og 16 stiga hiti

Í morgun kl. 06 var norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil rigning eða súld á norðan- og austanverðu landinu, en bjartviðri suðvestan til. Hiti var 5 til 12 stig, hlýjast á Skarðsfjöruvita.Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Norðvestan og norðan 5-10 m/s, en heldur hvassara austantil fram yfir hádegi. Skýjað og dálítil súld um landið norðan- og austanvert, en annars yfirleitt bjart veður. Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í nótt og á morgun. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en hætt við þokulofti úti við norður- og austurströndina. Hiti 6 til 11 stig norðantil, en 11 til 17 stig sunnanlands. Hlýnar nokkuð norðanlands á morgun, einkum í innsveitum.


Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðvestan og norðan 5-10 m/s. Bjartviðri, en líkur á síðdegisskúrum. Hægari í nótt og á morgun og léttskýjað með köflum. Hiti 11 til 16 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024