Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri með kulda
Mánudagur 23. nóvember 2009 kl. 08:12

Bjartviðri með kulda


Í dag er gert ráð fyrir norðaustan 8-15 m/s, við Faxaflóann, léttskýjað að mestu og hiti um frostmark. Frost 1 til 6 stig í nótt.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðaustan 5-10 m/s, léttskýjað að mestu og hiti kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma eða slydda Norðaustan- og Austanlands, él á norðvestanverðu landinu, en annars léttskýjað. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust með ströndinni.

Á miðvikudag:

Norðan 10-18 m/s. Víða bjart sunnanlands, annars snjókoma, einkum norðaustantil. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt með dálitlum éljum fyrir norðan. Austlægari sunnanlands og hugsanlega dálítil snjókoma eða slydda með köflum. Kólnandi, frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum á norðanverðu landinu.

Á laugardag og sunnudag:

Útlit fyrir norðlæga átt með éljum fyrir norðan, en annars úrkomulaust. Kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024