Bjartviðri í dag og á morgun
Norðaustan 5-10 og léttir til við Faxaflóa. Bjartviðri í dag og á morgun. Hiti 10 til 15 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 og léttir til með morgninum, bjartviðri eftir hádegi. Hiti 9 til 14 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast með A-ströndinni. Bjartviðri á S- og V-landi, annars rigning, einkum NA-lands. Hiti 6 til 14 stig yfir daginn, hlýjast syðst. ?
Á laugardag:
Hægari norðvestlæg átt og víða bjart veður þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig að deginum, hlýjast S-lands. Allvíða næturfrost inn til landsins. ?
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með súld, en bjart A-lands. Hlýnandi veður, einkum á A-verðu landinu. ?
Á þriðjudag:
Lítur út fyrir suðlæga átt, með úrkomu sunnan og vestanlands, en bjartviðri norðaustantil og hlýnandi veðri.