Bjartviðri í dag
	Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri á Faxaflóasvæðinu. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
	
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	
	Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.
	
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á fimmtudag:
	Suðvestan 5-10 m/s V-lands og þykknar upp með dálítilli rigningu þar síðdegis. Hægari vindur á A-verðu landinu og bjartviðri. Hiti 3 til 10 stig.
	
	Á föstudag:
	Sunnan 8-13 m/s og rigning eða súld, en hægari vindur og þurrt NA-til. Heldur hlýnandi veður.
	
	Á laugardag:
	Austlæg átt og talsverð rigning á SA-verðu landinu og einnig dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á N- og V-landi.
	
	Á sunnudag og mánudag:
	Útlit fyrir áframhaldandi austlægar áttir og rigningu með köflum, einkum SA- og A-lands. Fremur milt.
	
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				