Bjartviðri í dag
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðaustlægri átt, 5-13 m/s. Skýjað með köflum eða bjartviðri og hiti 1 til 6 stig að deginum, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðaustan 5-10 m/s dálítil él norðan- og austantil á landinu, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil að deginum, en annars í kringum frostmark.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt. Slydda vestanlands en annars stöku él. Hiti um frostmark.
Á mánudag:
Norðvestlæg átt. Dálítil él um austanvert landið. Vægt frost inn til landsins en hiti 0 til 4 stig við sjóinn.
Á þriðjudag:
Breytileg átt, skýjað að mestu en úrkomulítið. Vægt frost inn til landsins en hiti 0 til 6 stig við sjóinn.
Á miðvikudag:
Austan átt. Dálítil rigning sunnanlands en annars bjartviðri. Hlýnandi veður.
Af www.vedur.is