Bjartviðri í dag, þykknar upp á morgun
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Suðvestan 3-8 og smáskúrir. Hiti 2 til 8 stig. Austan 15-23 í fyrramálið, síðan suðaustan 13-18. Rigning og hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Sunnan 8-15 m/s, hvassast við suðurströndina, en norðaustan 13-18 NV-lands. Rigning sunnan- og vestantil, annars skúrir. Hiti 3 til 9 stig, mildast SV-lands.
Á laugardag:
Norðvestlæg átt, 8-13 m/s, en mun hægari seinni partinn. Rigning eða slydda norðantil, en þurrt og bjart syðra. Kólnandi veður.
Á sunnudag:
Austlæg átt með rigningu S- og SV-lands, en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 0 til 8 stig, kaldast NA-lands og víða frost í innsveitum.
Á mánudag og þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, dálítil slydda eða rigning norðantil, annars rigning með köflum. Hiti breytist lítið.