Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri í dag - þykknar upp í kvöld
Mánudagur 3. júlí 2006 kl. 09:07

Bjartviðri í dag - þykknar upp í kvöld

Klukkan 9 voru V 4 á Garðskagavita og 11 stiga hiti.

Klukkan 6 í morgun var hæg suðvestlæg eða breytileg átt á landinu. Víða var léttskýjað nema við suðurstöndina þar voru smá skúrir og sums staðar á annesjum fyrir norðan var súld. Hiti var 5-12 stig á láglendi, hlýjast á Austfjörðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg suðvestlæg átt og stöku skúrir fram undir hádegi annars bjartviðri í dag. Þykknar upp í kvöld. SA 8-13 m/s og rigning í nótt. S 5-10 og skúrir á morgun. Hiti 8 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hæg suðvestlæg eða vestlæg átt og víða bjartviðri í dag. Vaxandi suðaustanátt og þykknar í kvöld, 5-13 m/s og rigning í nótt, fyrst vestanlands. Hægari sunnanátt og rigning eða skúrir á morgun. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024