Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi
Föstudagur 22. október 2004 kl. 09:03

Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi

Klukkan 06:00 í morgun var fremur hæg norðlæg átt og víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, en stöku skúrir norðaustantil. Hlýjast var 7 stiga hiti á Ingólfshöfða, en kaldast 5 stiga frost á Brúsastöðum.

Við Hjaltlandseyjar er 975 mb lægð sem þokast norðaustur, en 1027 mb hæð er yfir Grænlandi.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Stöku skúrir eða él norðan- og austanlands, en dálítil slydda eða snjókoma í kvöld og nótt. Bjartviðri á Suður- og Vesturlandi, þó skúrir eða slydduél við suðausturströndina í kvöld og nótt. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024