Bjartviðri - hiti 5 til 10 stig
Norðaustan 8-15 m/s, dregur úr vindi í kvöld og nótt, norðaustan 5-10 á morgun við Faxaflóa. Bjartviðri og hiti 5 til 10 stig að deginum.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 8-13 m/s, en 5-10 í nótt og á morgun. Léttir smám saman til. Hiti 6 til 10 stig að deginum, en 3 til 5 í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og víða bjart veður, en 8-13 og skúrir um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast syðst, en allvíða næturfrost.
Á laugardag: Norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en gengur í norðaustan 10-18 suðaustantil og þykknar upp. Hiti 4 til 12 stig.
Á sunnudag: Norðaustan 10-15 m/s og skúrir, en hægari og skýjað með köflum um landið suðvestanvert. Áfram fremur svalt í veðri.
Á mánudag og þriðjudag: Ákveðin norðaustan átt. Víða rigning, en úrkomulítið suðvestantil. Heldur hlýnandi veður.
Á miðvikudag: Útlit fyrir hægari austlæga átt með skúrum í flestum landshlutum. Fremur milt í veðri.