Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bjartur Þjóðhátíðardagur í Reykjanesbæ
Sunnudagur 17. júní 2012 kl. 18:48

Bjartur Þjóðhátíðardagur í Reykjanesbæ



Örlítil væta um hádegisbil kom ekki í veg fyrir að íbúar Reykjanesbæjar legðu leið sína í Skrúðgarðinn í bænum til þess að halda upp á Þjóðhátíðardag Íslands. Veður var með besta móti þegar dagskráin hófst og var bjart yfir fólki á öllum aldri í skrúðgöngunni.

Ýmis skemmtiatriði voru í boði og var íslenski fáninn dreginn að húni í skrúðgarðinum. Það gerði fyrrum skólastjóri Njarðvíkurskóla, Gylfi Guðmundsson að þessu sinni.  Eyjólfur Eysteinsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum hélt ræðu og Karlakór Keflavíkur söng m.a. fyrir gesti ásamt því að fjöldi skemmtikrafta kom fram.






Fjalkonan Andrea Björg Jónsdóttir var glæsileg.






Leikfélag Keflavíkur brá á leik.


VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024