Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjartur og fallegur kjördagur í dag
Laugardagur 8. október 2005 kl. 11:35

Bjartur og fallegur kjördagur í dag

Í morgun kl. 09 var norðlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s. Skúrir eða él norðanlands og einnig syðst á landinu, annars víða bjartviðri. Hiti frá 6 stigum við suðurströndina niður í 4 stiga frost í innsveitum norðaustantil.

Yfirlit: Um 300 km SA af Jan Mayen er kröpp 970 mb lægð sem hreyfist NA og 979 mb lægð skammt S af landinu er einnig á NA-leið. Langt SV í hafi er vaxandi 1002 mb lægð sem þokast hratt ANA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðausturlandi seint á morgun.

Norðaustlæg átt, víða 8-13 m/s og él eða skúrir, en nokkuð bjart veður suðvestanlands þegar líður á daginn. Hvessir þegar líður á morgundaginn, allt að 23 m/s suðaustanlands síðdegis, annars nokkru hægari. Hiti kringum frostmark, en 2 til 6 stig að deginum sunnanlands.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustan 8-13 m/s og nokkuð bjart veður, en stöku él norðantil. Hvessir þegar líður á morgundaginn. Hiti 0 til 5 stig, en víða næturfrost.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024