Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Bjartur og fallegur dagur framundan
    Svona var umhorfs á bílastæði við Krossmóa í Reykjanesbæ í morgun.
  • Bjartur og fallegur dagur framundan
    Veðurkort dagsins.
Þriðjudagur 21. október 2014 kl. 08:28

Bjartur og fallegur dagur framundan

Norðvestan 5-10 m/s við Faxaflóa og dálítil él fram undir hádegi, en síðan hægviðri og birtir til. Hiti kringum frostmark. Vaxandi austanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, 8-15 og rigning eða slydda á morgun, hvassast syðst. Hiti 1 til 6 stig á morgun, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 3-8 m/s og él til hádegis, en síðan hægviðri og skýjað með köflum. Vaxandi austanátt í nótt, 8-13 og slydda, en síðar rigning á morgun. Hiti kringum frostmark, en 1 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Víða rigning eða slydda, en fer að snjóa N-lands um kvöldið. Hlýnar í veðri og hiti 0 til 5 stig við ströndina síðdegis, en vægt frost til landsins.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og él, en skúrir syðst. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Fremur hæg suðaustlæg átt og dálítil él. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustan átt með slyddu eða snjókomu N- og A-til. Heldur hlýnandi.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðanhvassviðri með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið fyrir sunnan. Hiti nálægt frostmarki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024