Bjartur dagur framundan
Norðvestan 3-8 m/s fram eftir degi við Faxaflóa, en síðar 8-13 við ströndina. Bjart veður og hiti 13 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum, en 6 til 11 í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðvestanátt framan af degi, en síðan 5-10 m/s. Bjartviðri og hiti 11 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðan 5-10 m/s og rigning með köflum A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti 15 til 20 stig SV-til, en annars 10 til 15.
Á mánudag og þriðjudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Þokuloft úti við N- og A-ströndina, en víða síðdegisskúrir inn til landsins. Hiti víða 10 til 18 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað og líkur á vætu um landið N- og V-vert. Hiti breytist lítið.