Bjart yfir Reykjanesbæ í dag
Ráðgert er að seinna bindið af sögu Sandgerðis komi út síðar á árinu og er nú leitað að myndum í bókina. Leitað er að myndum af daglegu lífi frá nýliðinni öld, vinnu í frystihúsum, frá framkvæmdum, samkomum og alls konar mannamótum.
Löngum hefur fólk verið tregt til að sýna öðrum gamlar myndir af sér, en nú er aldrei að vita hvort bæjarbúar láti tilleiðast til að gera sig ódauðlegan á síðum bókarinnar. Er þá ekki að fást um sítt að aftan, túberingar, glansjakka eða rokkpils sem sjást á myndunum heldur er mikilvægara að leggja sitt af mörkum til að varðveita nútímasögu.
Vilja bæjaryfirvöld biðja þá sem gætu átt myndir úr bænum og vilja lána til bókarinnar að hafa samband við Reyni Sveinsson í síma 423 7551 eða 897 8007. Einnig er hægt að sendamyndirnar á [email protected].
Löngum hefur fólk verið tregt til að sýna öðrum gamlar myndir af sér, en nú er aldrei að vita hvort bæjarbúar láti tilleiðast til að gera sig ódauðlegan á síðum bókarinnar. Er þá ekki að fást um sítt að aftan, túberingar, glansjakka eða rokkpils sem sjást á myndunum heldur er mikilvægara að leggja sitt af mörkum til að varðveita nútímasögu.
Vilja bæjaryfirvöld biðja þá sem gætu átt myndir úr bænum og vilja lána til bókarinnar að hafa samband við Reyni Sveinsson í síma 423 7551 eða 897 8007. Einnig er hægt að sendamyndirnar á [email protected].