Bjart veður en kalt
Veðurspá fyrir Faxaflóa: Norðan og norðaustan 5-10 m/s og léttir til. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Hægviðri og víða bjart um morguninn, en gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu eða slyddu vestanlands síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en hlýar heldur vestan til.
Á mánudag og þriðjudag:
Austan- og suðaustan 15-20 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast vestan til.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt og dálítil væta með köflum. Milt veður.