Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart sunnantil á landinu í dag
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 08:58

Bjart sunnantil á landinu í dag

Klukkan 6 var norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað að mestu, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina. Hiti var 7 til 11 stig.
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað á norðanverðu landinu, þokuloft eða súld úti við ströndina. Bjart með köflum sunnan til og hætt við síðdegisskúrum. Fer að rigna austanlands í nótt. Norðlæg átt, 3-8 og skýjað á morgun, en súld eða rigning með köflum austan til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024