Bjart sunnantil
Í morgun var norðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Stöku él austanlands, skýjað norðantil, en yfirleitt léttskýjað annars staðar. Frost 0 til 12 stig, kaldast til landsins.
Yfir Grænlandi er 1035 mb hæð, en á Norðursjó er 994 mb lægðasvæði.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg norðlæg eða breytileg átt, en strekkingur við austurströndina. Léttskýjað að mestu, en stöku él NA- og A-lands. Bætir í vind í dag, norðan 5-13 m/s síðdegis. Dálítil él, en bjart veður sunnantil. Lægir á morgun, hæg norðlæg átt síðdegis, en áfram strekkingur við austurströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum í nótt.