Bjart og þurrt í dag
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt við Faxaflóa í dag. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg eða breytileg átt. Léttskýjað að mestu og hiti 0 til 5 stig, en um frostmark í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austlæg átt 3-8 og skýjað með köflum eða bjartviðri, en 8-13 og smáskúrir syðst. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en víða frost fyrir norðan, einkum inn til landsins.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjarviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti að 5 stigum, mildast við ströndina.
Á föstudag:
Austlæg átt. Dálítil rigning eða slydda SA-lands, en annars þurrt. Heldur hlýrra.
Á laugardag:
Stíf austan- og norðaustanátt með rigningu og talverðri úrkomu austantil. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Milt í veðri.