Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart og þurrt framundan
Miðvikudagur 19. október 2005 kl. 09:31

Bjart og þurrt framundan

Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu, 5-10 m/s. Súld norðantil, en annars skýjað og yfirleitt þurrt. Hiti 3 til 9 stig, svalast inn til landsins.

Yfirlit:
Langt S í hafi er 1000 mb lægð sem mjakast NA, en yfir Grænlandi er 1037 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og víða þokuloft eða súld, einkum úti við sjávarsíðuna. Norðaustan 8-13 nálægt hádegi og dálítil rigning og síðar slydda með köflum norðan- og austanlands, en stöku él í kvöld. Hægari um landið suðvestan vert og skýjað með köflum og þurrt að mestu. Norðaustan 8-15 m/s á morgun og él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Kólnandi veður og hiti í kringum frostmark í nótt og á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:

Norðaustan 5-10 m/s, en 8-13 síðdegis. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 5 til 10 stig í dag, en um frostmark í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024