Bjart og hlýtt í veðri, hiti 12-20 stig
Veðurspá gerir ráð fyrir austan- og norðaustanátt, víða 3-10 m/s og bjart veður, en þokuloft eða dálítil súld A-lands og við norðurströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast vestantil á landinu og í innsveitum á NA-landi. Skúrir S-lands á morgun og heldur kólnandi veður.
Faxaflói:
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað með köflum og skúrir eða rigning öðru hverju sunnantil á landinu og einnig NA-lands, einkum við ströndina. Sums staðar þokubakkar við NA- og A-ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á SV-landi.
Á fimmtudag og föstudag:
Hæg breytileg eða austlæg átt, dálítil væta af og til, en þurrt og bjart að mestu norðvestantil. Hiti breytist lítið.