Bjart og hægur vindur í dag
Klukkan 6 voru norðan 13-18 m/s víða um austanvert landið, en mun hægari norðlæg átt vestantil. Dálítil snjókoma eða él voru á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Kaldast var 11 stiga frost á Kálfhóli á Skeiðum, en minnst var 3 stiga frost á Suðausturlandi.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 austanlands fram eftir degi. Dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun, skýjað með köflum og stöku él norðantil og með suðurströndinni. Frost 4 til 15 stig, kaldast til landsins.