Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart í dag
Sólarupprásin í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 21. október 2015 kl. 08:57

Bjart í dag

Norðaustan 5-10 og bjart veður við Faxaflóa í dag, en 8-15 og skýjað en úrkomulítið síðdegis. Hiti 1 til 7 stig. Hægari á morgun og lítilsháttar rigning eða slydda.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-8 og þykknar upp, lítilsháttar væta seint í dag. Hiti 2 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg norðaustanátt og úrkomulítið. Austan 8-15 m/s seinni partinn, með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag:
Sunnan 5-13 og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 0 til 6 stig. Gengur í hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu og kólnandi veðri NV-til um og eftir hádegi.

Á laugardag:
Norðan 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt S-til. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Minnkandi norðanátt og él fyrir norðan, en léttskýjað syðra. Kalt í veðri.

Á mánudag:
Vestlæg átt og dálítil él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hlánar vestast, annars 0 til 8 stiga frost.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með heldur hlýnandi veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024