Bjart helgarveður
Það má búsast við björtu veðri við Faxaflóann nú um helgina en kalt verður í veðri, sérstaklega á sunnudag. Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s og skýjuðu með köflum, en stöku él á morgun. Hiti 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost í nótt.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 5-8 m/s og bjart með köflum. Hiti 0 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Norðlæg átt, 5-10 m/s og él N- og A-lands og allar syðst, en annars bjart með köflum. Frost 1 til 6 stig fyrir norðan, en hiti annars kringum frostmark.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-10 m/s og él á N-verðu landinu, en léttskýjað syðra. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst.
Á mánudag:
Gengur í suðaustan 15-20 m/s með talsverðri slyddu, en síðar rigningu, en mun hægari og þurrt að kalla NA-til. Hlánar.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og vætusamt, en fremur milt veður.
VFmynd/elg – Sólarupprás við Faxaflóann í október 2010.