Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjart framundan
Þriðjudagur 16. febrúar 2010 kl. 08:26

Bjart framundan


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s í dag og yfirleitt bjartviðri, en hægari eftir hádegi. Norðan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti nálægt frostmarki, en frost 0 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðan 10-15 m/s, en 5-10 eftir hádegi. Skýjað með köflum og hiti kringum frostmark. Stöku él á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s, en 8-13 með austurströndinni. Dálítil él N- og A-lands, en annars léttskýjað að mestu. Frost 2 til 12 stig, mest inn til landsins.

Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt með ofankomu N- og A-til, en annars bjartviðri. Áfram kalt í veðri.
---

Ljósmynd/elg – Falleg birta á yfir Reykjanesskaga um síðustu helgi. Horft fyrir Móhálsadalinn frá Trölladyngju í átt að Sveifluhálsi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024