Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 27. júlí 2000 kl. 10:32

Bjarnveig vann grill sumarleik í Miðbæ

Þriðja og síðasta gasgrillið í sumarleik Miðbæjar, Olís og Bautabúrsins var dregið út sl. þriðjudag. Það var Bjarnveig Björnsdóttir sem hafði heppnina með sér að þessu sinni og tók hún við grillinu af Kristbjörgu Evu Halldórsdóttur, starfsmanni Miðbæjar. Bjarnveig átti annað grill fyrir, en segir alveg vera komin tíma á að endurnýja. Dætur Bjarnveigar mættu að sjálfsögðu með mömmu sinni að taka við grillinu, en þær heita Laufey, Signý Jóna og Helena Rós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024