Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags
Bjarni Ármannsson verður stjórnarformaður sameinaðs félags Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy. Forstjórar eru Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Heildarhlutafé er rúmir 40 milljarðar króna. Orkuveita Reykjavíkur er stærsti hluthafinn með 35% hlut, FL Group á 27% hlut, Atorka Group 20% og Glitnir 6,2%.
Sameiningin var kynnt á blaðamannafundi nú síðdegis.
Haukur Leósson, stjórnarformaður OR segir að með sameiningu REI og Geysis Green Energy verði til eitt öflugasta fyrirtæki í heiminum á sviði jarðvarma, bæði á sviði rafmagnsframleiðslu og hitaveitu.