Bjarni Rúnar nýr byggingafulltrúi í Grindavík
Bjarni Rúnar Einarsson hefur verið ráðinn byggingarfulltrúi Grindavíkurbæjar og tók hann við starfinu af Sigmari B. Árnasyni. Frá þessu er greint á vef bæjarins.
Bjarni Rúnar er borinn og barnfæddur Grindvíkingur á 38. aldursári. Samhliða námi á iðnbraut í húsasmíði hóf hann störf hjá Grindinni og starfaði þar til ársins 2005.
Bjarni Rúnar hélt utan til Danmerkur í 4 ára nám í byggingarfræði. Við heimkomu 2008 hóf hann störf hjá ALARK arkitektum og starfaði þar fram að síðustu áramótum.
Bjarni Rúnar er í sambúð og á 3 börn.