Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Bjarni Halldór stýrir kosningabaráttu Frjáls afls
Fimmtudagur 3. maí 2018 kl. 16:22

Bjarni Halldór stýrir kosningabaráttu Frjáls afls

Frjálst afl í Reykjanesbæ hefur ráðið til sín Bjarna Halldór Janusson sem kosningastjóra framboðsins. Bjarni er 22 ára háskólanemi að ljúka öðru ári í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Hann hefur áður starfað mikið á sviði félagsmála og stjórnmála, en nú síðast sat hann í Stúdentaráði Háskóla Íslands og tók sæti á þingi vorið 2017. Þá varð hann yngsti þingmaður sögunnar og nýtti tækifærið til að vekja athygli á mikilvægum málefnum ungs fólks, sem hann segir ekki síður mikilvægt í komandi sveitarstjórnarkosningum.
 
„Ég hlakka til komandi verkefna framundan, og er í senn þakklátur fyrir tækifærið að geta komið þar að málum fyrir framboðið. Fyrir mér blasir við fyrirliggjandi árangur og sömuleiðis sóknarfæri í málefnum bæjarins. Atkvæðagreiðslan á kjördag verður því kjörið tækifæri fyrir íbúa bæjarins að tryggja áframhaldandi árangur í þeirra þágu,“ segir Bjarni í tilkynningu.
 
Bjarni tekur til starfa í dag og segir mikils að vænta. Hann hvetur alla til að mæta á opnun kosningaskrifstofu, sunnudaginn þann 6. maí kl. 16:00 á Brekkustíg 41. Þá munu frambjóðendur Frjáls afls opinbera stefnu framboðsins, og gefst fólki tækifæri til að kynna sér hana og kynnast frambjóðendum.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024