Fréttir

Bjarki kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 26. apríl 2018 kl. 07:00

Bjarki kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hefur ráðið til sín Bjarka Má Viðarsson sem kosningastjóra fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
Bjarki er 27 ára sölu og markaðsstjóri, en hann hefur áður starfað við félagsmál á sviði íþrótta og menningarmála.

„Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt frá forystu flokksins til að gegna þessu hlutverki og hlakka til þess að taka þátt í baráttunni með öllu því frábæra fólki sem Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram í komandi kosningum,“ segir Bjarki í tilkynningu.
Bjarki mun taka til starfa frá og með 1. maí nk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024