Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjargið farið úr innsiglingunni
Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 13:22

Bjargið farið úr innsiglingunni

Stóri steinninn, sem verið hefur í innsiglingunni til Grindavíkur, var fjarlægður sl. laugardag. Steinninn fannst með fjölgeislasónar fyrir hreina tilviljun. Það voru starfsmenn Sjóverks sem fjarlægðu steininn. Við það notuðu þeir pramma og var steinninn hífður upp og dreginn út úr innsiglingunni.
Steinninn var tæplega tveggja metra hár, tveggja metra breiður á annan kantinn en þriggja metra breiður á hinn. Samkvæmt því má áætla að þyngd hans hafi verið hátt í 30 tonn.Var steinninn dreginn vestur með hafnargarðinum og mun hann því ekki framar flækjast fyrir þeim sem erindi eiga í Grindavíkurhöfn, að því er fram kemur á Skip.is

Skip.is - vefur um sjávarútvegsmál
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024