Bjargarlausir piltarnir á óbreyttum jeppa
Björgunarsveitin Þorbjörn úr Grindavík var í morgun kölluð til aðstoðar þremur piltum á óbreyttum jeppa sem kváðust vera í vandræðum við Trölladyngju. Piltarnir höfðu farið í bíltúr á miðvikudagskvöldinu. Höfðu þeir ekið vegarslóða niður bratta brekku við Trölladyngju en ekki komist upp brekkuna aftur. Við eina tilraun við að komast upp brekkuna hentist jeppinn eitthvað til og héldu piltarnir að hann myndi velta. Piltarnir gáfust þá upp við frekari tilraunir og eyddu nóttinni í jeppanum. Óskuðu piltarnir eftir aðstoð um morguninn.
Þegar björgunarmenn komu á vettvang aðstoðuðu þeir jeppann upp brekkuna. Það vakti þó furðu björgunarmanna hversu bjargarlausir piltarnir voru þar sem hægt var að komast aðra leið til baka en upp umrædda brekku.
Þegar björgunarmenn komu á vettvang aðstoðuðu þeir jeppann upp brekkuna. Það vakti þó furðu björgunarmanna hversu bjargarlausir piltarnir voru þar sem hægt var að komast aðra leið til baka en upp umrædda brekku.