BJARGAÐI JEPPA ÚR GRÆNAVATNI
Jeppamenn sem misst höfðu bifreið sína niður úr ís á Grænavatni í Núpshlíðarhálsi þann 15. apríl sl. gátu þakkað góðum viðbrögðum og búnaði björgunarsveitarmanna að Izusu-pallbifreið þeirra varð ekki að kennileiti fram á vor. Þótt ekki væri dýpið mikið, eða einn metri, og engin hætta á ferðum fyrir farþega jeppans þá munar ævintýraglaða ferðalanga mikið um viðbrögð hjálparsveitanna því dráttarbílafyrirtækin geta ekki sent bifreiðar sínar hvert sem er. Meðfylgjandi mynd sýnir fumlausar björgunaraðgerðir Þorbjarnarmanna en alls tók aðgerðin innan við 5 klst.