Bjargað á síðustu stundu í innsiglingunni til Grindavíkur
Mjölflutningaskipi var bjargað af björgunarskipi Slysavarnafélagsins frá því að stranda í innsiglingunni til Grindavíkur nú um kl. eitt. Skipið varð vélarvana að sögn lögreglunnar í Keflavík en áhöfn Odds V. Gíslasonar, sem er björgunarskip Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, kom taug um borð í skipið.