Krónan
Krónan

Fréttir

Bjarg íbúðafélag reisir leiguíbúðir í Suðurnesjabæ
Frá skóflustungunni; Trausti Björgvinsson, Björn Traustason, Guðrún B Sigurðardóttir, Þórsteina Sigurjónsdóttir, Magnús Stefánsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 10. júlí 2023 kl. 06:25

Bjarg íbúðafélag reisir leiguíbúðir í Suðurnesjabæ

Skóflustunga að ellefu íbúða leiguhúsnæði sem Bjarg íbúðafélag mun reisa við Bárusker í Sandgerði var tekin í þarsíðustu viku. Með skóflustungunni eru framkvæmdir hafnar, verktaki við uppbyggingu hússins er H.H. Smíði ehf. í Grindavík og eru áætluð verklok haustið 2024.

Skóflustungan var í sex hlutum. Trausti Björgvinsson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Guðrún B Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, Þórsteina Sigurjónsdóttir, fulltrúi Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, stjórnarmaður í Bjargi og varaforseti ASÍ, sáu sameiginlega að taka skóflustunguna og hefja þar með framkvæmdir við verkið.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Tölvugerð mynd af húsinu sem rís við Bárusker í Sandgerði.

„Það er ánægjulegt að Bjarg íbúðafélag ráðist í þessa framkvæmd og þar með fjölgi leiguíbúðum fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Suðurnesjabæ. Mikil eftirspurn hefur verið eftir leiguhúsnæði í Suðurnesjabæ og er því kærkomið að Bjarg íbúðafélag muni með þessu auka framboð á leiguhúsnæði á hagstæðu verði. Verkefnið er fjármagnað af ríkinu og Suðurnesjabæ með stofnframlögum, ásamt því að hagstæð lán munu fjármagna verkefnið að hluta,“ segir í frétt frá Suðurnesjabæ.