Bjarg byggir fimm leiguíbúðir í Sandgerði
Íbúðalánasjóður hefur samþykkt stofnframlag vegna byggingar Bjargs á fimm leiguíbúðum í Sandgerðisbæ. Málið var lagt fram fyrir húsnæðis-, skipulags- og byggingaráð á dögunum.
Ráðið fagnar afgreiðslu Íbúðalánasjóðs og hvetur Sandgerðisbæ til áframhaldandi uppbyggingu leiguhúsnæðis fyrir tekjulægri íbúa sveitarfélagsins með frekari samvinnu við Bjarg eða með öðrum sambærilegum hætti.