Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Bjarg byggi á Fjöruklöpp
Klapparhverfið rís fremst á myndinni.
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 17:51

Bjarg byggi á Fjöruklöpp

Framkvæmda- og skipulagsráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt tillögu að nýrri lóð undir fimm íbúða raðhús sem íbúðafélagið Bjarg hefur áhuga á að byggja í sveitarfélaginu. Ráðið leggur til að Bjarg íbúðafélag sæki um lóðina Fjöruklöpp 26-34 Garði undir byggingu 5 íbúða raðhúss sem félagið hyggst reisa.
 
Bæjarstjórn Sandgerðis hafði snemma sumars samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðarsvæði sunnan Sandgerðisvegar sem heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags sem staðfesti lóðarafmörkun og byggingrétt. Það vilyrði sendur enn.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25