Bitinn í nefið á Hafnargötunni
Átök brutust út milli tveggja manna á veitingastaðnum Paddý´s á Hafnargötu í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í nótt. Bárust slagsmálin út á götu og lyktaði með því að annar beit hinn í nefið svo skurður hlaust af.
Höfðu mennirnir, sem eru erlendir, verið að skemmta sér á staðnum, en glensinu lauk á HSS hjá öðrum þar sem gert var að sárum hans. Lögreglan hafði fljótlega uppi á geranda og viðurkenndi hann sinn þátt í málinu. Báðir mennirnir eru á fertugsaldri og starfa hér á Suðurnesjum.