Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Birta myndir af nýja hrauninu
Nýja hraunið við Sundhnjúka. Ljósmyndir: Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 13:10

Birta myndir af nýja hrauninu

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands hefur birt myndir af nýja hrauninu sem rennur úr gosgígunum. Í texta með myndunum segir að lítið er nú að gerast við syðri hluta hraunsins og yfirborð þar tekið að storkna líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Myndirnar eru teknar uppi á Sundhnúkum. Suðurendi hraunsins er slétta 3 km frá nyrstu byggð í Grindavík.

Gosvirknin er nú einangruð um miðbik þeirra sprungu sem upphaflega gaus í gærkvöldi. Syðsti hluti hraunsins liggur utan í sjálfum Sundhnúkum og hefur þar þakið litla kvos milli gíganna og Vatnsheiðar.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024