Birta greinargerð um mótvægisaðgerðir
Bæjaryfirvöld í Sandgerðisbæ hafa birt á vefsíðu sinni 20 síðna greinargerð um það sem þau kalla „fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Sandgerðisbæjar með aðkomu stjórnvalda,“ í kjölfar skerðingar á þorskkvóta við Ísland. Bæjarstjórnin ályktaði um málið fyrr í sumar þar sem hún furðaði sig á ólíkum viðbrögðum stjórnvalda við skerðingunni eftir sveitarfélögum og minnti á að um 10 þúsund tonn af kvóta voru flutt frá Sandgerði á tveimr árum þegar frystihús og fiskvinnslur lokuðu „og Sandgerðisbær skilinn eftir með fjárfestingar í hafnaraðstöðu upp á hundruði milljóna króna,“ eins og segir orðrétt í bókuninni.
Í greinargerð Sandgerðisbæjar um mótvægisaðgerðir er bent á þau fjölmörgu fiskvinnsluhús sem standa auð með glötuðum tækifærum. Bent er á hugmyndir bæjarráðs varðandi aðrar aðgerðir ásamt almennum aðgerðum og sértækum.
Greinargerðina er hægt að nálgast á vef Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is
Mynd: Horft yfir Sandgerði.