Birta launakjör vegna nefndasetu á heimasíðu Grindavíkurbæjar

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að Grindavíkurbær birti launakjör bæjarfulltrúa og launakjör þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum bæjarins á heimasíðu Grindavíkurbæjar. 
 
Tillaga þess efnis var lögð fyrir bæjarráð í síðustu viku og samþykkt samhljóða. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur verið falið að útfæra tillöguna.