Birgitta Káradóttir ný í 2. sæti hjá xD í Grindavík
Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Grindavík fór fram sl. laugaradag. Sjö voru í framboði og tóku 208 þátt í prófkjörinu, 2 atkvæði voru ógild.
Sitjandi oddviti, Hjálmar Hallgrímsson, bæjarfulltrúi var kjörinn í 1. sæti með 180 atkvæði, Birgitta Káradóttir, viðskiptafræðingur, kemur ný inn í 2. sæti með 106 atkvæði, Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi var í 3. sæti með 142 atkvæði, Jóna Rut Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í 4. sæti með 125 atkvæði og Irmý Rós Þorsteinsdóttir, viðskiptafræðingur, í því 5. með 164 atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna árið 2014 og er í meirihluta með Grindavíkurlistanum.
Nú tekur kjörnefnd við og gerir tillögu að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitastjórnakosningar.