Birgir Þórarinsson mun leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Tillaga uppstillinganefndar Miðflokksins um lista flokksins í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga 2021 var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld með 93% atkvæða.
Birgir Þórarinsson er annar tveggja þingmanna Miðflokksins en athygli vekur að hinn þingmaður flokksins, Karl Gauti Hjaltason, er ekki á lista uppstillingarnefndar. Karl Gauti hafði sóst eftir að leiða listann en hann gekk til liðs við Miðflokkinn eftir Klaustursmálið svokallaða, Karl Gauti var áður í Flokki fólksins.
Framboðlisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi er þannig skipaður:
- Birgir Þórarinsson, Vogum Vatnsleysuströnd
- Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
- Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
- Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
- Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum Hrunamannahreppi
- Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
- Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
- Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
- Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
- Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
- Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
- Ari Már Ólafsson, Árborg
- Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
- Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
- Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
- Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
- Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
- Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
- Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
- Einar G. Harðarson, Árnessýslu