Bíóferðin endaði á sjúkrahúsinu
Tvö slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Erlend kona fell á gólf búningsklefa í Bláa lóninu og var talið að hún hefði handleggsbrotnað. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Þá missteig karlmaður sig þegar hann var að ganga upp tröppur við Sambíóið í Keflavík. Var talið að hann hefði farið úr ökklalið eða jafnvel fótbrotnað. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.