Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Bindisbolur“ Guðmundar vekur athygli
    Maður ársins á Suðurnesjum samkvæmt Víkurfréttum árið 2011, Guðmundur Stefán Gunnarsson.
  • „Bindisbolur“ Guðmundar vekur athygli
    Bolurinn umtalaði.
Þriðjudagur 6. maí 2014 kl. 21:35

„Bindisbolur“ Guðmundar vekur athygli

Álíka vinsæll á Twitter og Eurovison

Guðmundur Stefán Gunnarsson frambjóðandi Framsóknar í Reykjanesbæ hefur verið töluvert á milli tannana á fólki að undanförnu. Ástæðan er klæðnaður Guðmundar en hann klæðist stuttermabol á opinberum myndum frá flokknum. Guðmundur klæðist bolnum, sem er með mynd af bindi framan á, m.a. á stórri mynd í glugganum á Framsóknarhúsinu við Hafnargötu.

Netverjar hafa talsverðar skoðanir á klæðnaði Guðmundar og telja margir að klæðnaður sem þessi sé ekki boðlegur manni sem sækist eftir sæti í bæjarstjórn hjá bæjarfélaginu en Guðmundur skipar 5. sæti Framsóknar í komandi bæjarstjórnarkosningum. Umræðan hefur að mestu farið fram á Twitter en þar er fólk af yngri kynslóðinni aðallega að tjá sig um málið. Hér að neðan má sjá uppfærslur frá nokkrum á Twitter sem virðast hafa skoðun á „bindisbolnum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skiptar skoðanir eru á bolnum og hvort ímynd og klæðnaður skipti meiru máli en skoðanir og málefni. Guðmundur hefur sjálfsagt ýmislegt fram að færa en hér má lesa grein eftir íþróttakennarann sem Víkurfréttir völdu mann ársins árið 2011. Hvort Guðmundur hafi hugsað sér að vekja athygli á framboði sínu með þessum hætti skal ósagt látið en ljóst er að þarna fer maður sem hugsar út fyrir kassann.